
Í þessum mánuði lítum við á hvernig algrímið hjá Instagram virkar og hvers vegna Twitter gæti verið að yfirgefa Evrópusambandslönd. Við gefum þér líka svalan innblástur og sýnum þér nýjasta TikTok trendið, sem veldur því að þú vilt kúra uppi í rúmi. Kósí! Áfram með smjörið.
News
1.
Spennandi fréttir á leiðinni. Instagram kjaftaði nýlega frá því hvernig algrímið þeirra raðar samfélagsmiðlaefni. Yfirlitið frá þeim mun hjálpa þér að skilja hvað er í gangi bak við tjöldin svo þú getir betrumbætt markaðssetninguna þína.
2.
Brátt verður ekki hægt að nota viðbætur með auglýsingavörnum þegar horft er á myndbönd á YouTube. Miðillinn er að prufukeyra mismunandi leiðir til að takmarka aðgang notenda sem reyna að forðast auglýsingar, og hvetja þá til að borga fyrir auglýsingafría áskrift.
3.
Twitter eyðir ekki 99% af hatursfullum tvítum frá notendum sem borga fyrir Twitter Blue merkinguna, og eru þar með sá notendahópur sem fær mesta athygli á Twitter. Þess í stað hvetur Twitter einungis til vandaðri dreifingu efnis, samkvæmt upplýsingum frá miðstöð sem vinnur gegn stafrænu hatri, Center For Countering Digital Hate.
Nýlega tók Twitter þá stóru ákvörðun að draga sig út úr samkomulagi um starfshætti gegn miðlun falskra upplýsinga, sem Evrópusambandið átti frumkvæði að. Að mati margra var sú ákvörðun mögulega vísbending um að samfélagsmiðillinn sé að undirbúa að segja alveg skilið við ESB. Úrslitastundin gæti runnið upp 25. ágúst, þegar ný og strangari reglugerð innan laganna um stafræna þjónustu innan ESB verður fullgild, en Twitter hefur hingað til ekki uppfyllt hana.
4.
Ef þú hefur ekkert auglýst á LinkedIn lengi þá hefurðu misst af því þegar miðillinn kynnti Business Manager til sögunnar. Það er svipað viðmót og við erum vön að nota þegar við setjum inn auglýsingar hjá Meta. Skoðaðu þetta til að fá stutta kennslu í hvernig þetta virkar.
5.
As Equals er þáttaröð á CNN sem reynir að varpa ljósi á hvernig kerfislægt kynjamisrétti lítur út. Nýlega skoðuðu rannsóknarblaðamenn þáttanna hvernig misrétti og áreiti á netinu lýsir sér. Ég mæli eindregið með þessum upplýsandi lestri.
Augnakonfekt: Deon Libra
Settu þig í stellingar áður en þú lítur umbúðirnar af Adapthogenic Elixir frá Deon Libra augum. Í alvöru, settu þig í stellingar því ég var ekki viðbúinn og eftir á þurfti ég að hvíla augun. Þetta er svo stórkostlegt! Hönnunarteymið hjá Nice People sótti innblástur í hin glæsilegu Murano ilmvatnsglös frá 7. áratugnum og bjó til krukkulok sem virðist kunnuglegt, vekur nostalgíu og lýsir algjörum lúxus. Þetta eru umbúðir sem þú vilt ekki henda þegar þær eru orðnar tómar. Þetta er bara of gott!
Trend mánaðarins: Rúm-mygla
„Rúm-mygla“ (Bed Rotting) er eitt það vinsælasta í sjálfsrækt þessa dagana. Æðið byrjaði á TikTok, hvar annars staðar, og snýst um að njóta þess í botn að liggja í rúminu og slappa af. Allt frá því að háma í sig ljúffengt snarl yfir í að hámhorfa á sjónvarpsþætti, eða bara njóta einverunnar í kyrrð og ró, þá er fólk sífellt að finna nýjar leiðir til að dekra við sig og deila þeim með öðrum.
Svo, gakktu í rúm-mygluhreyfinguna og uppgötvaðu nýja vídd á sjálfsrækt, þar sem slökun og endurhleðsla haldast í hendur. Þetta tengist víst allt “mjúka lífinu” (soft living) sem er líka að trenda. Gvu, ég held ég verði að leggja mig núna!
Tala mánaðarins: 5.999
Ef þú ert eitthvað inni í tölvuleikjum þá veistu að útgáfa The Legend of Zelda: Tears of Kingdom hefur vakið mikla spennu og valdið holskeflu af áhuga. Og við erum ekki bara að nota þetta sem myndlíkingu því eftir útgáfu leiksins, sem dæmi, jókst notkun leitarorðanna “zelda cosplay” á Pornhub um meira en 5.399 %.
Út fyrir rammann: Reimagine
MyHeritage kynnti nýlega gervigreindarsmáforrit að nafni Reimagine, sem glæðir gamlar ljósmyndir lífi. Með því að auka upplausnina, laga skemmdir og setja lit inn á svarthvítar myndir verða gömlu myndirnar þínar mun líflegri. Ókei, það er kannski ekki neitt nýtt en þessi “Deep Nostalgia” tækni getur látið andlit á myndum sýna svipbrigði og þannig flutt þig aftur til fortíðar. Þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ferðast aftur í tímann því með aðstoð VR tækni geta minningarnar mögulega orðið svo ljóslifandi að þær verði nánast yfirþyrmandi.
Þar með lýkur Fókus yfirferðinni að sinni. Við skulum vona að veðrið lagist fljótlega og að þessi kuldapollur við Grænland sjái aumur á okkur sem elskum útiveru.
Hvað sem þú gerir, hafðu gaman af því að vera þú!
Peace, puppets and techno,
Juraj