Fókus #2

Í hverjum mánuði förum við í gegnum haug af fréttum um markaðssetningu og miðla, svo að þú þurfir þess ekki. Hér er fyrsti pakkinn af því sem stækkaði sjáöldrin og kitlaði taugaendana okkar.

News

1.

Hvað gerist þegar fyrirtæki fjárfestir ekki í markaðssetningu í lengri tíma? Rannsakendur við Háskóla Suður Ástralíu hafa reiknað áhrifin út og sönnuðu það sem við mátti búast.

2.

Nýútkomin skýrsla! Samfélagsmiðlaskýrslan 2023 inniheldur helling af upplýsingum. Eitt það athyglisverðasta er hversu mikilvæg „reel“ eru fyrir vörumerki, sem þó eru ekki orðin svo algeng.

3.

Hver er lykilspurningin þegar kemur að framsetningu vörumerkja? Ekki HVAÐ heldur HVERS VEGNA? Ef þú átt 7 mínútur þá er inniheldur þessi lesning ágætis pælingar um framsetningu.

4. 

Guinness er einn þekktasti bjór í heimi og hefur vætt kverkar frá árinu 1762. Hvernig varð þetta vörumerki svona mikill risi? Mark Ritson, okkar elskulegi markaðsgúrú fer yfir söguna.

5.

Hvernig hlustum við á tónlist í dag og hversu mikið hefur það breyst á undanförnum árum? Þessi krúttlega dýfa sýnir okkur hvernig við hleypum lögum að hlustum okkar og sannar að útvarpið er enn ekki dautt.

Augnakonfekt: Solution Chocolat

Spænska markaðsstofan Zoo Studio kynnir hugmyndir sínar um frumlegar súkkulaðiumbúðir. Þessi skapandi hugmynd hvetur neytendur til að leika og læra. Hverjum hefði dottið í hug að það gæti verið svona gaman að lesa innihaldslýsingar!

Tala mánaðarins: 5 dagar

Það er tíminn sem tók opna gervigreindarforritið ChatGPT til að ná einni milljón notenda. Til samanburðar þá tók það Instagram tvo og hálfan mánuð að ná sama áfanga.

Trend mánaðarins

Við á Hnappnum fylgjumst vel með þessu sveppaæði. Þúst, við dýrkum náttúruna. Nýjasta æðið kom fram á TikTok nýlega: sveppakaffi.

Út fyrir rammann

Það er ekki sjálfgefið að vera góð í rökræðum en það er hægt að læra það. Og hvaða leið er betri til að demba sér í flókið málefni en skýringarmyndir? Okkur sýnist að myndabókin Bad Argument eftir Ali Almossawi sé fullkomin gjafahugmynd. Lærðu að sjá í gegnum rökfræðina meðan flóknum orðum rignir yfir þig og varastu að stíga í botnlausa rökræðupolla.

Þá er þessu lokið að sinni. Farðu vel með þig og kíktu aftur við í næsta mánuði!

Peace, puppets and techno,

Juraj

Share this article:

Other articles

Fókus #4

Yummm! The selections in our latest newsletter are like a buffet of the latest in digital marketing, paired with insight. Enjoy the tasting!

Read more

Fókus #5

From beer campaign woes to the colourful marketing of Asian ice cream flavours, here's the latest advertising news.

Read more