
Í hverjum mánuði förum við í gegnum haug af fréttum um markaðssetningu og miðla, svo að þú þurfir þess ekki. Hér er fyrsti pakkinn af því sem stækkaði sjáöldrin og kitlaði taugaendana okkar.
News
1.
Í upphafi hvers árs er reynt að spá fyrir um tískustraumana í sjónrænni framsetningu. Við lögðumst yfir þetta og soguðumst mest að Pinterest listum. Ekki einungis má finna miklar upplýsingar í þeim, þeir eru líka krúttlegir á að líta.
2.
Við hverju má búast árið 2023 í blaðamennsku, miðlun og tækni? Reuters setur here. fram áhugaverða grein sem byggir á könnun meðal stjórnenda í fjölmiðlum, þar sem 72% þeirra áforma að fjárfesta í hlaðvarpi og 69% í fréttabréfum. Þessar tvær leiðir hafa sannað sig sem bestu tól samtímans til að byggja upp dyggan hlustendahóp.
3.
Instagram ætlar að einbeita sér aftur að miðlun ljósmynda. Eftir að TikTok ruddi sér rúms í heimi samfélagsmiðla brást Instagram við með því að auka myndbandagerð til muna en nú verður breyting þar á. Þó ekki eins mikil breyting og sum myndu vilja.
4.
Að fylgjast með yfirtöku Elon Musk á Twitter á síðast ári var í senn hryllilegt og skemmtilegt. Nú fáum við hins vegar loksins að sjá hvernig gjörðir hans höfðu áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Niðurstaðan? RISASTÓR samdráttur.
5.
Gervigreind virðist ósigrandi en hún hefur samt verið að reyna að finna sín eigin takmörk á ýmsa vegu. Fyrirtækið á bak við gervigreindar-myndaforritið Stable Diffusion lenti nýlega í málsókn þar sem það var sakað um brot á notkunarrétti þar sem gervigreindarforritið notaðist við myndabankarisann Getty Images til að læra af. Hvernig endaði þessi skandall?
Augnakonfekt: Pull Noodles
Studio Lem afhjúpaði hönnun sína fyrir bílaaveitingastaðakeðjuna Pull Noodles. Þessi stórkostlega hönnun þeirra er beinlínis sjónrænt veisluborð.
Trend mánaðarins
Veistu, það er ekki bara rautt, hvítt eða rósað. Það getur líka verið appelsínugult. Jebb, vínheimurinn hampar núna appelsínuvíni. Hættu að lyfta augabrúnunum yfir þessu og lyftu vínglasi í staðinn!
Númer mánaðarins: 179 %
Það er fjölgunin í leitum að „alvöru áhugamanna heimagert“ á P.rnhub árið 2022. Að leita að „alvöru“ í heimi sviðsetningar hljómar áhugavert.
Út fyrir rammann
Hefurðu tekið eftir nýja sveppaæðinu? Ef ekki geturðu lesið allt um það í þessari GQ grein.
Þá er þessu lokið að sinni. Farðu vel með þig og kíktu aftur við í næsta mánuði!
Peace, puppets and techno,
Juraj