Fókus #9

Mér líkar ekki við september vegna þess að sundlaugin á Flateyri, þar sem ég bý, hættir þá að vera opin daglega. Fyrir utan það er þetta bara ágætur mánuður sem minnir okkur á hvað heimili okkar eða dvalarstaðir geta verið kósí. Á meðan gula veðurviðvörunin hristir og lemur gluggana geturðu gleymt þér í Fókus septembermánaðar og róað hugann með áhugaverðum lestri:

News

1.

Hvort sem þú ert Spotify eða Apple Music notandi (ég efast um að það sé enn Deezer fólk þarna úti) hefurðu eflaust heyrt að TikTok Music sé komið í prófunarnotkun. Ef það gengur vel gæti það orðið næsti risi í tónlistarsölu. Tónlist spilar stóra rullu á TikTok og mörg af trendunum, áskorununum, dönsunum og öllu því eru beintengd við grípandi takta, nýja sem gamla. Vinsældir smáforritsins fara enn vaxandi og það er eitt það alvinsælasta meðal yngsta notendahópsins svo það að TikTok sé að bæta við tónlistarveituforriti gæti svo sannarlega sett tilvist, og tekjur, tónlistarveitna í kreppu. Dembdu þér í málið here..

2.

Hvað finnst þér, tekurðu frekar eftir auglýsingum í hljóðspilun eða myndbandsspilun? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu neytendamælinga fyrirtækjanna Dentsu og Lumen, fá hljóðauglýsingar hærra skor hvað varðar eftirtekt og minningu vörumerkja. Á sama tíma eru auglýsingar í útvarpi og hlaðvörpum þær hagkvæmustu. Þar hefurðu það. Nartaðu í meira af þessum uppslýsingum áður en þú uppfærir markaðsstrategíuna þína næst.

3.

Hver fílar ekki gömlu, góðu útsölurnar? Nýjustu kannanir í Bandaríkjunum benda til þess að söluaðilar noti þessa aðferð oftar nú en nokkru sinni fyrr til að hvetja viðskiptavini sem fylgjast vel með verðlagi til að eyða peningunum sínum hjá sér. En, þekktustu markaðsheilar heims, eru farnir að vara við þessari aðferð því ef það er ofnotað, vinni það gegn vörumerkinu til lengri tíma litið. Svo, farðu varlega þegar þú planar næsta Svarta föstudag, Singles Day eða hvað nú allar þessar útsölur kallast. “Ódýrt” getur nefnilega haft mjög neikvæða merkingu..

4. 

Bara svo þú vitir það þá er þetta löng lesning. En ef þú ert í B2B bransanum og stefnir af alvöru að því að slá í gegn, taktu þér þá tíma til að lesa þetta af athygli. B2B Institute og LinkedIn gerðu ítarlega rannsókn á því hvers vegna uppbygging vörumerkis er mikilvægari en hröð aukning sölutalna. Og það sem meira er, þau kalla þessar niðurstöður ”trend” en svona okkar á milli þá eru þau að tala um aðferðir sem hafa verið þekktar í áratugi. Samt sem áður er þetta gott stöff sem eldist eins og gæðavín.

5.

OK, síðasta ábendingin í þessum hluta er ekki frétt sem slík en þetta gæti samt verið ferskur andblær, það er að segja ef þú hefur gaman að talnagögnum um alla Jarðarbúa. Ég hef það allavega og skemmti mér í dágóðan tíma við að gramsa í þessum gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna.

Augnakonfekt: Liquid Death

Eitt af mínum uppáhaldsvörumerkjum, sem brýtur ýmsar reglur markaðsfræðinnar, er Liquid Death. Þau ykkar sem hafið aldrei heyrt á það minnst, ég vona að þið sitjið nú þegar því þið gætuð fengið áfall við að heyra að þetta er vörumerki fyrir bragðbætt, kolsýrt vatn. Ímyndið ykkur ef Kristall yrði endurhannaður af Sólstöfum og Hugleiki Dagssyni. Skilaboðin eru ”Dreptu þorstann” og ef það nægir þér ekki geturðu líka selt sál þína til fyrirtækisins með því að gerast meðlimur í Einkaklúbbi fyrirtækisins. Ómótstæðilegt! Ó, og nýlega settu þau líka í sölu takmarkað upplag af merktum varningi: vúdú-dúkkur með alvöru hári af Steve-O úr Jackass þáttunum. Skyndilegur Liquid Death aðdándi? Ef ekki, þá ertu líklega miðaldra, ekki illa meint!

Tala mánaðarins: 5 %

Þetta er eitthvað sem við ættum að búa okkur undir. Þar sem loftslagsbreytingar munu valda hækkandi hitastigi og versnandi loftmengun er kominn tími til að verja húðina okkar fyrir yfirvofandi dómsdegi. Ný greining frá Future Market Insights segir allt sem segja þarf: húðvörur með vörn fyrir loftmengun eru á miklu skriði og skila 870 milljónum dollara í kassann árlega, sem er um það bil 5% af allri snyrtivörukökunni á heimsvísu. Og þessi tala á bara eftir að hækka. Svo, ef þú starfar í snyrtivörubransanum gæti þetta lesefni gefið þér hugmyndir að næstu framleiðslulínu.

Trend mánaðarins: Blastover

Tökum hlé frá TikTok trendum þennan mánuðinn og tölum um að skella (ekki að skella eggi á höfuð barnsins þíns sem á sér einskis ills von – já þetta er í tísku núna, gúglaðu það). Ég er að tala um að skella nýju húðflúri yfir það gamla. Þetta er kannski ekki fyrir öll en samkvæmt Dazed og fleiri jaðarmenningartímaritum, velja æ fleiri að halda ljótu, skammarlegu húðflúrunum sínum með því að láta setja annað og þykkara húðflúr ofan á. Svo, ef þú ert húðflúrari þarftu að mynda þér skoðun á þessu (og upphugsa verð) áður en einhver hringir í þig með svona beiðni.

Út fyrir rammann: Narratron

OK, þetta hefði líka getið verið í Augnakonfekt kaflanum því þetta er svo fallegt, flott og sætt. Og fyrir fólk eins og mig, sem leyfir mjög sterku og aktívu barni að búa innra með mér, þá kveikir þetta vel í ímyndunaraflinu og æsingnum yfir því að blanda saman tækni og nostalgíu: þetta er skjávarpi sem talar og segir einfaldar sögur búnar til af gervigreind, sem eru settar í gang með einu orði og handskuggamynd af því. Já, kallaðu mig klikk en þetta er í alvöru eitthvað sem mig dauðlangar í jólagjöf. Einhver sammála mér?

Narratron er endapunkturinn á samantekt þessa mánaðar á fréttum og skrítnum hlutum úr heimi markaðssetningarinnar. Ég vona að þú hafir notið þessa! Ef svo er, yrði ég þakklátur ef þú minntist á mig á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir mig til að halda áfram. Takk fyrir það! Við sjáumst í næsta mánuði. Og mundu:

Peace, puppets and techno,

Juraj

Share this article:

Other articles

Fókus #13

Here is this year’s first issue of Fókus, a newsletter of interesting marketing related news, trivia and inspirations. Let’s dive in!

Read more

Fókus #6

How Instagram's algorithm works and why Twitter might be leaving the EU? We also show you the latest TikTok trend, which will make you want to curl up in bed. Cozy!

Read more