Stafræn markaðs-
setning í einum hnappi
Viltu að verkefnið þitt skili betri árangri? Þú þarft ekki blikkandi borða, myndbönd í bíómyndastíl eða heilan her áhrifavalda. Þú þarft að láta skilja þig.
Góðu fréttirnar eru þær að þú ert með fyrirtækið, við erum með sérfræðiþekkinguna. Saman getum við beint stærra kastljósi að því sem að þú gerir best.

Uppskriftin að góðum árangri?
Djúpt innsæi og fagleg nálgun.
Þú fetar þína eigin slóð. Þú getur verið rétt að byrja, vantað mörkun eða verið að leita nýrra leiða til sigra nýja tinda.
Á hvaða stigi sem reksturinn er, hvort sem þú þarft að selja vöru, fjölga gestum eða bara auka sýnileika, Hnappurinn er hér til að hjálpa.
Við gröfum djúpt til að finna rótina að vexti fyrirtækisins. Svo leikum við okkur aðeins og finnum rétta stafræna staðinn, svo rétta fólkið finni fyrirtækið þitt.
Þjónusta okkar
Leyfðu okkur að fara með þig í markaðsferðalag.
Allt frá greiningum til auglýsinga, með skýra strategíu í farteskinu gefur ferðalagið þér þá innsýn sem þú ÞARFT.

Markaðs-
greining
Spæjarar í viðskiptaheiminum
Markaðs-
áætlun
Taktíkin í sigurleiknum
Stafræn
sköpun
Að láta töfra sig upp úr skónum
Stafrænar
auglýsingar
Að finna rétta staðinn til að láta ljós sitt skína
Mark-
þjálfun
Æfing til að finna gott flæði í þinni markaðssetningu
Við trúum á mátt skynjunar
Við stofnuðum Hnappinn til að hjálpa þér að fá innsýn í markhópinn þinn og hefja fyrirtækið þitt upp á nýja tinda.
Við erum staðsett á Vestfjörðum og trúum á umhyggju, samvinnu og samfélag. Þessi magnaða menning landsbyggðarinnar hefur gert okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag.
Reynslusögur
Þau treysta okkur
Það var eintóm ánægja að starfa með:
Fókus
Við handveljum áhugaverðustu markaðstíðindin, leiðbeiningar og innblásið efni um hverjir eru heitustu hnapparnir til að ýta á hverju sinni. Sent út einu sinni í mánuði. Njóttu!
Fókus #14
Í stafrænum heimi líður ekki sá dagur að ekki beri eitthvað áhugavert og umdeilanlegt á góma. Allt frá því að kaupa notað á Facebook og nýjum gervigreindartólum, til handtösku úr lofti einu saman.
Fókus #13
Hér fáið þið fyrsta eintak Fókuss á þessu ári, sem er fréttabréf með áhugaverðum fréttum, skrítnum staðreyndum og hugmyndum um markaðssetningu. Dýfum okkur í þetta!