Okkar þjónusta
Fyrir sérhverja vörðu á markaðsferðalaginu þínu
Spæjarar í viðskipta-heiminum
Við söfnum vísbendingum um stærð markaðarins, samkeppni og samkeppnishæfni vöru eða þjónustu. Við rannsökum markhópinn, skimum það sem samkeppnisaðilarnir eru að gera og vöktum bransann.
Við notum þessi gögn til að bera kennsl á tækifærin og mögulegar hindranir, til þess að taka betri ákvarðanir síðar meir. Hvort sem á að þróa nýjar vörur eða fara inn á nýja markaði þá er greining lykillinn að velgengni.
Þetta er aðferð fyrir frumkvöðla, styrktarumsækjendur, fjárfesta, einkafyrirtæki og jafnvel opinberar stofnanir til að skilja aðstæður á markaði og taka upplýstar ákvarðanir.
Hefurðu áhuga á að fá markaðsgreiningu fyrir verkefnið þitt?

Taktíkin í sigurleiknum
Líkt og í íþróttum er áætlunin þitt leikplan. Við ákveðum í hvaða deild við keppum, veljum í liðið út frá fyrirliggjandi gögnum og finnum réttu taktíkina til að vinna leikinn.
En sókn er ekki eina leikplanið, við spilum líka vörn. Það þýðir að við rýnum í keppinautinn og aðstæður á markaði til að skapa bestu tækifærin.
Markaðsáætlun er nauðsynleg fyrir rekstur af öllum stærðum og gerðum, félagasamtök, stofnanir og jafnvel stjórnmálahreyfingar sem vilja ná eyrum og augum fólks til að ná markmiðum sínum.
Það er líkt og að hafa leynilegan leikmann í liðinu sem sér til þess að árangur náist og varan/þjónustan fljúgi úr hillunum.
Hefurðu áhuga á að fá markaðsáætlun?

Að láta töfra sig upp úr skónum
Auglýsingar eru eins og list töframannsins fyrir fyrirtæki. Við elskum að töfra áhorfendur á netinu og galdra fram þau skilaboð sem tala best til þeirra.
Og það er hægt að velja um allskonar sjónhverfingar, myndbandsauglýsingar, auglýsingaborða, leitarvélaauglýsingar, samfélagsmiðlaauglýsingar, netpóstaherferðir og margt fleira.
Markmið okkar er að skapa auglýsingar sem grípa ekki einungis athygli heldur fá fólk til að trúa á vörumerkið þitt, ákveðna vöru eða þjónustu.
Þetta er aðferð sem hvaða fyrirtæki, samtök eða vörumerki getur notað til að gera markaðstöfrabrögð í hinum stafræna heimi.
Hefurðu áhuga á stafrænni sköpun?
Að finna rétta staðinn til að láta ljós sitt skína
Birting á netmiðlum er eins og að velja rétta auglýsingaskiltið fyrir fyrirtækið þitt. Að finna rétta staðinn við stafræna þjóðveginn til að gera vörumerkið þitt, vöruna eða þjónustuna sýnileg.
Þetta snýst ekki bara um staðsetningu heldur það hver eru að horfa og hlusta.
Við veljum rétta staðinn á netinu fyrir þig, finnum bestu áheyrendurna, semjum um verð og skilyrði og bingó, þú stendur beint fyrir framan væntanlega viðskiptavini.
Við tryggjum að vörumerkið þitt sjáist sem best í stafrænu landslagi til að auka vitund, koma á tengingu og innsigla viðskipti.
Viltu setja upp stafræn auglýsingaskilti?
Æfing til að finna gott flæði í þinni markaðs-setningu
Vantar þig reglulega aðstoð, eða bara öðru hverju? Leyfðu okkur að vera markaðsheilarann þinn. Svipað og að hafa þinn eigin gúrú í markaðsmálum.
Við vinnum með þér að því að finna gott jafnvægi í fjárútlátum, setja þér markmið, leyfa tekjunum að vaxa og finna jafnvægisstöðuna í markaðssetningu fyrirtækisins þíns.
Við eflum styrkleika þína, losum þig við veikleikana og finnum rúm fyrir meiri vöxt. Saman finnum við leið til uppljómunar fyrir markhópinn þinn.
Við leiðbeinum frumkvöðlum, fyrirtækjaeigendum og öðrum sem vilja lyfta möguleikum sínum á hærra plan.
Viltu æfa með okkur?
FAQ
Hvers vegna eruð þið öðruvísi en aðrar markaðsstofur?
Við myndum sterk tengsl, leggjum okkur sérstaklega fram og fáum þig til að gera slíkt hið sama. Við trúum á styrk samfélagsins svo við deilum þekkingu okkar með þér. Okkur þykir það eina vitið ef við eigum að vaxa í sameiningu! Við vinnum með gögn, ekki ágiskanir. Og við bjóðum þér eingöngu það sem þú þarfnast. Þú verður engin mjólkurkýr fyrir okkur.
Hvaða landshlutum þjónið þið?
Við vinnum í stafrænum heimi og þar eru engin landamæri. Jafnvel þótt við séum staðsett á Vestfjörðum getum við auðveldlega unnið með þér hvar sem. Við getum haldið stafræna fundi eða hist á Vestfjörðum og svo þykir okkur líka gaman að ferðast.
Hver er ykkar hefðbundni viðskiptavinur?
Við vinnum með fjölbreyttum hópi fyrirtækja og einstaklinga, hvort sem er á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu. Þau eiga það sameiginlegt að vera forvitin, hafa ástríðu fyrir verkefnunum sínum og vilja til að þróa reksturinn enn frekar.
Í hverju felst samstarfið venjulega?
Við byrjum á að hitta þig og kynnast með kaffibolla í hönd, jafnvel á netinu. Við deilum með þér ástríðu okkar fyrir því sem við gerum best og munum vilja fá að heyra hvað drífur þig áfram. Við munum spyrja margra spurninga til að kynnast fyrirtækinu þínu, rýna í tölur og önnur gögn, rannsaka málið og leggja drög að áætlun eða skapandi samstarfi, sem við kynnum fyrir þér með krúttlegri kynningu.
Af hvaða kostnaði þarf ég að vita áður en við byrjum?
Markaðssetning er fjárfesting.
Kostnaðurinn er aðallega kaup á greiningarvinnu, áætlunargerð og skapandi vinnu, t.d. fyrir markaðsgreiningu, hönnun á lógói eða skrif á 10 samfélagspóstum á mánuði.
Annar kostnaðarliður gæti verið greiðslur til leitarvéla eða samfélagsmiðla fyrir birtingu á auglýsingunum þínum. En heildarkostnaðurinn er breytilegur, hvert verkefni er einstakt og þarfnast mismunandi starfskrafta.
Áður en við hefjum samstarfið segir þú okkur hvers þú þarfnast og hvað þú ræður við, svo gefum við þér kostnaðarhugmynd sem dansar með fjárhagsáætluninni þinni.
Bjóðið þið afslátt?
Já! Við styðjum aukin tækifæri á landsbyggðinni og þess vegna bjóðum við fyrirtækjum utan höfuðborgarsvæðisins sérstakan afslátt.
En við bjóðum líka afslátt til allra viðskiptavina sem koma til okkar aftur, hvar á landinu sem þeir eru.