Fókus #14

Í stafrænum heimi líður ekki sá dagur að ekki beri eitthvað áhugavert og umdeilanlegt á góma. Allt frá því að kaupa notað á Facebook og nýjum gervigreindartólum, til handtösku úr lofti einu saman: hér er nýjasta úrval frétta úr markaðssetningar- og viðskiptabransanum, fyrir þig til að lesa og njóta. 

Heimurinn

1.

Gmail er 20 ára. Já, til hamingju við öll sem munum eftir upphafinu! Spurningin núna er, hvert stefnir hann? Victoria Song hjá The Verge rifjar upp byrjun og brautargengi tölvupóstsins sem breytti heiminum og umbylti því hvernig við tökum á móti og sendum rafræn bréf.

2.

Facebook er ekki beinlínis staðurinn fyrir Gen Z kynslóðina. Eða hvað? Tölfræðin bendir til að þau gætu enn leynst þar – til að spara pening. Þetta er ástæðan.

3.

Google er með í skoðun að rukka fyrir sérstaka leitarþjónustu með gervigreind. Samkvæmt Reuters yrði þetta í fyrsta sinn sem Google tæki gjald fyrir kjarnaþjónustu sína. Ef þetta verður raunin verður hefðbundin Google leitarþjónusta áfram ókeypis en rukkað yrði fyrir leit með gervigreind, sem myndi líka skila auglýsingum í leitarniðurstöðum. Þetta gæti orðið risaskref fyrir fyrirtækið og gæti umbreytt því hvernig við notum þjónustu þess.

4. 

Við höfum heyrt mikið undanfarin ár um skaðsemi skynditísku og áhrif hennar á umhverfið, arðrán vinnuafls í þriðja heims hagkerfum og starfsemi á gráu svæði. Þrátt fyrir þetta sýna tölur að nokkur af stærstu nöfnunum í þessum geira nálgast metsölutölur. Skoðum þetta innlegg í umræðuna þar sem spáð er að sala á notuðum fatnaði nái 10% af heimsmarkaðnum á þessu ári.

5.

Sarah Scier á Nieman Lab vefsíðunni dregur dásamlega saman ástæðurnar fyrir velgengni nýjasta fréttabréfs The Guardian. Það bar yfirskriftina Reclaim Your Brain og nýtur enn sívaxandi vinsælda, meir en nokkurt fréttabréf miðilsins fyrr og síðar. Í því má finna heillandi tölfræðiupplýsingar um daglega notkun okkar á snjallsímum og hvernig þeir hafa áhrif á líkama okkar, sál, ákvarðanir og það hvernig lífsstíl við veljum. Hefurðu áhuga? Skelltu þér þá á greinina sem var upphafið að þessu öllu. 

Augnakonfekt: Mínigolf eftir Craig & Karl

Ég vildi óska þess svo heitt  að geta stigið inn í heim þar sem mínigolf blandast saman við list. Það er nákvæmlega það sem er í gangi í Beijing Times listasafninu. Þar setti listatvíeykið Craig & Karl saman spennuna við að ná góðu pútti og litríkar, líflegar innsetningar. Þetta er hvort tveggja hluti af upplifuninni á sýningu þeirra sem kallast Inside Out. Það skiptir ekki máli hvort þið eruð ung eða bara ung í anda, þetta yrði svo skemmtileg upplifun. Njótum í það minnsta þess að skoða myndirnar hér. Og vel á minnst, þið ykkar sem eigið leið um Lundúni bráðlega, kíkið á Canary Wharf. Þar er til sýnis annað litríkt og skemmtilegt verk eftir þetta tvíeyki. Það er fátt betra en listræn ævintýr!

Tala mánaðarins: 900 milljónir

Nýlega var sagt frá því að skilaboðaappið Telegram væri komið með 900 milljón notendur og nálgaðist hagnaðarmarkið. Stofnandi og eigandi þess, Pavel Durov, lýsti því yfir að fyrirtækið hefði hundruð milljóna í auglýsingatekjur og til skoðunar væri að setja það á hlutabréfamarkað.

App fyrirtækisins, sem hefur einungis 50 stöðugildi, hefur tekið hástökk í vinsældum á síðustu árum og orðið eitt helsta samskiptatækið innan ríkisstjórna og opinberra starfsmanna um allan heim, sem og meðal almennings á átakasvæðum, sérstaklega í Rússlandi og Úkraínu.

Trend mánaðarins: Air Swipe handtaskan

Þetta er ekki beinlínis orðið trend en er sannarlega umræðuefni sem hefur yfirtekið spjallið í tískuheiminum – hin nýstárlega Air Swipe handtaska. Hvað er svona sérstakt við hana? Ja, eins og nafnið gefur til kynna er hún úr lausu lofti gripin. Bókstaflega..

Parísartískumerkið Coperni, sem selur tilbúinn tískufatnað og -fylgihluti, hefur verið í samstarfi við prófessorinn Ioannis Michaloudis og kynnti nýlega á Instagram þennan sérstaka fylgihlut sem verður notaður á haust/vetrar tískusýningunni þeirra í ár. Handtaskan er búin til úr nanóefni frá NASA, silica aerogel, sem er léttasta fasta efni sem fyrirfinnst á Jörðinni. Enn sem komið er hefur ekki verið búinn til stærri hlutur úr þessu geimvísinda-nanóefni. Air Swipe handtaskan er framleidd úr 99% af engu og 1% af gleri, gleri framtíðarinnar. Og pældu í þessu : það er ekki vitund brothætt! Efnið þolir háhita (1200 °C) og þrýsting allt að 4000 faldan eigin þyngd. Er það ekki stórkostlegt?

Út fyrir rammann: Hlaupár

29. febrúar. Svo skrítinn dagur, ekki satt? En aðalspurningin er: hvað myndi gerast ef við hefðum ekki hlaupár? CNN svarar þessu á stórskemmtilegu mannamáli.

Takk fyrir að lesa og ég vona að snjórinn sé bráðnaður, ekki einungis í garðinum þínum heldur líka annarsstaðar, þú veist, svona í ljóðrænum skilningi. Njóttu sólarinnar og verum í sambandi fljótlega aftur!

Friður, brúður og teknó,

Juraj

Deildu færslunni:

Aðrar greinar

Fókus #2

Í þessu tölublaði Fókuss spyrjum við stóru spurningarinnar HVÍ, skoðum ástæðuna fyrir velgengni Guinness bjórsins og heyrum meira um sveppaæðið mikla.

Lesa nánar

Fókus #14

Í stafrænum heimi líður ekki sá dagur að ekki beri eitthvað áhugavert og umdeilanlegt á góma. Allt frá því að kaupa notað á Facebook og nýjum gervigreindartólum, til handtösku úr lofti einu saman.

Lesa nánar