Fókus #11

Eins ferskt og nóvembervindurinn, hér eru helstu fréttir og innblásinn fróðleikur sem ég hef rekist á síðustu vikur. Allt frá nýjustu viðbótunum á samfélagsmiðlum til þess hvers vegna besta vefsíðan fjallar um egg, þetta og meira til er í fréttabréfi mánaðarins. Njótið!

Heimurinn

1.

Hvaða vörur eru mestu trend ársins? Google hefur tekið saman topp 100 hátíðarlistann sinn, sem er samsettur af helstu og árangursríkustu vöruleitum leitarvélarinnar á árinu. Fáðu innblástur, eða sjokk. Þú gætir uppgötvað eitthvað sem þig vantaði ekki og vildir aldrei eða eitthvað sem gæti gagnast þér í næstu auglýsingaherferð. Hver vantar ekki hundabæli fyrir mannfólk?

2.

Hönnuðirnir og forritararnir hjá Instagram hafa haft óvenju mikið að gera undanfarið. Síðustu vikur hefur verið tilkynnt um margar nýjar viðbætur og sumar þeirra eru nú þegar komnar í gagnið á samfélagsmiðlinum svo við getum öll farið að nota þær. 

Stóra nýjungin er að nú er hægt að deila athugasemdum við pósta í Story.  Þetta er gert með því að strjúka yfir athugasemdina og fá upp valmöguleika á að deila henni sem Story. Athugasemdin birtist þá sem límmiði inni í nýrri Story sem þú svo getur hannað beinlínis sem svar við athugasemdinni. Þetta er fullkomið til að sýna góð ummæli um þjónustu eða vöru! Þú getur deilt hvaða athugasemd sem skrifuð er undir póstana frá þér. Með því að hampa mikilvægustu viðbrögðum fylgjenda þinna hlúirðu að betra sambandi við aðdáendur þína eða getur jafnvel komið á samtali við þá, svo ekki vera feimin við að nota þennan möguleika! 

Önnur frábær viðbót er möguleikinn á að setja könnun í athugasemdakerfið þegar þú póstar nýrri hringekju eða spólu. Þetta er sérstaklega nytsamlegt ef þú vilt virkja fylgjendahópinn og fá dýrmæta endurgjöf frá þeim til að bæta efnið og tilboðin sem þú býður upp á.

3.

Þegar kemur að því að láta vörumerkið þitt vaxa er vanalega talið að þau sem kaupa mest séu einskonar VIP og eigi að fá mestu athygli markaðsdeildarinnar. En, nýjustu rannsóknir benda til þess að það séu fyrstu kaupendur sem auki vöxtinn mest, eða um 62%, þau sem kaupa lítið auki vöxtinn um 28% en þau sem kaupi mest komi bara með 10% vöxt að borðinu. Svo, ekki dekra mest við þau með þykkustu veskin. Einbeittu þér frekar að þeim sem hafa aldrei heyrt um þig. Og fáðu betri innsýn í þessi fræði með því að lesa þessa grein.

4. 

Eftirfarandi grein krefst örlítillar kunnáttu í Google Ads en lestu hana samt þótt þú vitir ekkert um málið. Þú munt komast að því að uppboðskerfið hjá Google er ekkert sérstaklega sanngjarnt og sérhannað fyrir þau sem geta borgað mest. En óvænt uppgötvun, eða hvað?

5.

Hverjum hefði dottið í hug að breytingarskeið kvenna gæti orðið gróðavél? Það lítur út fyrir að þetta fyrirbæri, sem svo lengi var ekki talað um, sé að komast í sviðsljósið alls staðar. Sem er frábært út af fyrir sig. Hins vegar eru fégráðug fyrirtæki bara einu hænufeti á eftir, að reyna að beina athyglinni frá áhrifum þessa málefnis til þess hvernig er hægt að græða á því. Helen Lewis, einn af mínum uppáhaldsdálkahöfundum, kryfur þetta mikilvæga mál til mergjar í hennar nýjasta pistli í The Atlantic.

Augnakonfekt: Just Egg

Hin heimspekilega úlfakreppa varðandi hvort kom á undan, hænan eða eggið, skiptir ekki nokkru máli ef við tökum inn í dæmið tilkomu Just Egg – eggjalausa matreiðsluhráefninu sem kemur í stað eggja. Hljómar mjög óaðlaðandi, heyri ég ykkur kjötæturnar hugsa. En ekki láta það stöðva ykkur í fræðast betur, því að vefsíðan þeirra er algjörlega stórkostleg. Hver hefði grunað að vefsíða fyrir eina einfalda vöru gæti verið svona grípandi og mikið fyrir augað? Ég mæli með að þið skoðið hana og smellið á hvern einn og einasta hnapp á henni. Vildi óska að ég gæti keypt þetta í Nettó!

Tala mánaðarins: 100 milljónir

Notes möguleikinn á Instagram er alls ekki dauður. Meta greinir frá því að 100 milljón unglingar hafi nýtt þennan möguleika til að deila stuttum skilaboðum á Instagram á 90 daga tímabili fyrr á árinu. Einnig kom í ljós að eftir því sem notendurnir voru yngri, þeim mun líklegri voru þeir til að fá svör við slíkum skilaboðum. Þar af leiðandi hefur Meta ákveðið að þróa þennan möguleika áfram, með því að sameina þau stuttum sjálfu-vídeóum.

Trend mánaðarins: Crompouce

Engar áhyggjur, Frakkar munu ekki setja upp snúð, en ímyndaðu þér ef vínarbrauð og croissant eignist afkvæmi. Og hlustaðu á þetta: þetta afkvæmi er nú þegar til og er komið út um allt á TikTok. Eða að minnsta kosti á öllum prófílunum sem fjalla um mat. Þessi nýjung er ættuð frá Hollandi og er kölluð Crompouce. Þetta æði er rétt að byrja svo ef þú ert í bakarísbransanum er núna rétti tíminn til að breyta þínum hefðbundna stað með kuldalegum veggflísum í heitasta og bleikasta sætabrauðsstaðinn í bænum!

Út fyrir rammann: Fréttaþreyta

Í þessum hluta tíni ég vanalega til eitthvað sem kemur markaðssetningu lítið við og breyti ekki út af venjunni núna, þótt efnið sé hvorki upplífgandi né óvenjulegt. Greinendur hjá Reuters hafa komist að því að hið yfirþyrmandi 24/7 fjölmiðlaáreiti með nýjum stórfréttum daglega hefur eyðileggjandi áhrif á lýðræðið. Það sem í upphafi átti að vera þjónusta við okkur öll, til að halda okkur upplýstum um málefni sem er nauðsynlegt að bregðast við, ýtir núna undir það að æ fleiri einstaklingar kúpli sig út úr málefnum líðandi stundar og missi áhugann á þjóðfélagslegum málum og stjórnmálum og í framhaldinu, áhugann á því að kjósa.

Fannst þér þetta gott fréttabréf? Eða ekki? Ég vil glaður fá að heyra þitt álit. Og í leiðinni skaltu kíkja á Hnappinn á Instagram. Ég býð upp á ókeypis ráð varðandi markaðssetningu þar. Verum í sambandi þar.

Friður, brúður og teknó,

Juraj

Deildu færslunni:

Aðrar greinar

Fókus #6

Hvernig algrímið hjá Instagram virkar og hvers vegna Twitter gæti verið að yfirgefa Evrópusambandslönd? Við sýnum þér líka nýjasta TikTok trendið, sem veldur því að þú vilt kúra uppi í rúmi. Kósí!

Lesa nánar

Fókus #10

TikTok er að opna fyrir söluleiðir, bíllinn þinn safnar gögnum sem eru seld áfram og þú gætir fljótlega þurft að ákveða hvort þú viljir borga fyrir aðgang að uppáhalds- samfélagsmiðlinum þínum.

Lesa nánar