
Þið ykkar sem eruð að mæta í fyrsta sinn, velkomin, og þið hin, takk fyrir síðast. Síðustu vikur í markaðsmálum hafa verið nokkuð viðburðaríkar og nei, við ætlum ekki að tala um að Twitter sé orðið X. Við sórum þess eið að minnast ekki á Voldemort á netinu í einn mánuð, hið minnsta. Dembum okkur í það sem vakti mesta athygli okkar.
Heimurinn
1.
Financial Times reið á vaðið með áhugaverðum upplýsingum úr kóðunareldhúsi Meta. Samkvæmt greininni í FT er Meta með í bígerð að senda út heilan flota af gervigreindar-spjallmennum með mismunandi persónuleika, í þeim tilgangi að rífa upp virknina á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Þessi spjallmenni, eða dulnefndar “persónur” eru hönnuð til að spjalla eins og mannlegar verur og hafa allan skalann af persónuleikum, allt frá Abraham Lincoln-legum sýndarvini upp í brimbrettagauralegan ferðaráðgjafa. Á bak við þessa skemmtilegu framsetningu eru gervigreindarverurnar hins vegar skilyrtar til að kynna nýja leitarmöguleika, dæla út úr sér meðmælum og safna ómetanlegum notendaupplýsingum, sem gætu keyrt marksækni auglýsinga Meta upp úr öllu valdi. Í stuttu máli, sjáðu fyrir þér Chat-GPT dulbúið sem manneskju sem þér líkar við. Þessi nýja og metnaðarfulla gervigreindartækni veldur hins vegar titringi, bæði vegna spennu og hræðslu, þar sem persónuverndarverðir fylgjast náið með hinni fínu línu milli sérsniðinna töfra og þvingunar með upplýsingum.
2.
WhatsApp ætlar að bæta möguleikanum á myndbandsskilaboðum við spjallþjónustuna sína. Þau verða eins og talskilaboð, sem eru ekki alltaf hentug, og hægt verður að bæta stuttum skyndimyndböndum við spjallþræðina. Þessi myndbönd verða að hámarki 60 sekúndur, til að koma í veg fyrir málalengingar. Og gettu bara hvað? Þú þarft ekki að bíða eftir viðbrögðum frá vinum þínum því þessi rauntímamyndbönd gera þér kleift að svara þeim á hlaupum. Þau munu spretta upp í spjallinu þínu á mjög áberandi máta.
Skoðaðu WhatsApp forritið þitt núna, þú gætir nú þegar haft þessa nýjung þar. Til að senda myndbandsskilaboð, smelltu á Switch to Video Mode og taktu upp skilaboð með því að halda fingri á skjánum. Ó, og ekki hafa áhyggjur af því að básúna hljóðinu um allt, myndböndin eru án hljóðs þar til fingri er slegið á skjáinn til að opna fyrir hljóðið.
3.
Fyrir nokkrum fréttabréfum síðan ræddum við um algrím og Instagram. Nú skulum við skoða TikTok. Þrátt fyrir að við getum ekki nýtt markaðstól TikTok á Íslandi, vegna smæðar markaðarins, þá borgar sig að skoða vandlega undir húddið á samfélagsmiðlinum til að læra allskonar, fyrir efnisskapara. Search Engine Land er með góða samantekt á mannamáli hér.
4.
Þið sem hafið bókað ráðgjöf hjá okkur í Hnappinum vitið að við predikum eins og enginn sé morgundagurinn um mikilvægi þess að þekkja markhópinn ykkar út í æsar. Og þið yrðuð líka hissa ef þið vissuð hversu fá fyrirtæki, með stærstu vörumerkin, nota í raun og veru marksækni í kynningarefni sínu! Þau moka bara peningum í herferðir og vonast eftir kraftaverki! Niðurstaðan? Glataðir möguleikar á tekjum og glötuð tækifæri. Markaðssetningar-gúrúinn Mark Ritson útskýrir í þessari grein allt um valdið sem felst í því að vita við hver þú ert að tala með hverri og einni aðferð. Svo, hvort sem þú ert með stór eða smá áform, lestu greinina. Tvisvar!
5.
Hugsaðu þér hvernig er að breyta hversdagslegum hlutum í vörumörkunargullnámu – eins og Sprite gerði við strandsturtur, með því að láta þær líta út eins og gosdælur. Rannsakendur framkvæmdu nákvæma tölfræðigreiningu á 26 rannsóknum og komust að því að þetta virkar í alvöru. Þetta er eins og LeBron James áhrifin, yfirgnæfir hefðbundna miðla þegar kemur að því að byggja undir mörkunartengingar og keyrir upp kaupáhuga. Auk þess verða töfrarnir mun áhrifameiri ef skilaboðin og miðillinn passa vel saman. Þetta er langur en mjög áhugaverður lestur. Trúðu og treystu!
Augnakonfekt: Wade and Leta
Jæja, þá er komið að þeim hluta fréttabréfsins þar sem efsta stig lýsingarorða er mest notað. Eða, veistu hvað? Sleppum því bara alveg að nota lýsingarorð. Náðu þessu: Litir. Form. Fönkí hárgreiðslur. Meira fönkí vefsíða. Hugmyndafræðileg nálgun. Gleði. Húmor. Sköpunarsprengja. Þetta er nýjasta ástríðan okkar: Wade and Leta, skapandi stúdíó í Brooklyn hverfi í New York. Skoðaðu vefsíðuna og Instagram síðuna þeirra, komdu upp í efsta stig með okkur og fáðu innblástur!
Trend og Trend mánaðarins: 7.000 dollarar fyrir að þykjast
“Ice cream so good!” er sennilega algengasta setningin á internetinu einmitt núna. Og ef þú segir það á skemmtilegan máta, með því að þykjast vera vélmenni, geturðu grætt allt að 7000 dollara á dag. Hljómar eins og við séum búin að tapa vitinu? Það eru ekki við. Í þessum mánuði höfum við sameinað flokkana Trend og Tala mánaðarins með því að veita innsýn inn í hvernig og hvers vegna sumt fólk verður frægt fyrir að þykjast vera persóna úr tölvuleik og fær borgað fyrir að segja fáránlega hluti. The Guardian setur þetta í samhengi. Reyndu að missa ekki trú á mannkyninu eftir að hafa lesið þetta og mundu, trend koma og fara en gleðin mun ávallt sigra. BTW, geturðu ímyndað þér svona trend á íslensku? Gætum við gert “Þetta er ágætis byrjun”, sagt með Chewbacca rödd, að frægri setningu? Líklega ekki.
Út fyrir rammann: Konur í mótorsporti
Sjá, leikurinn breytist endanlega í mótorsporti eftir þessa greiningu! Þessi rannsókn kallast Inside Track: Könnun á kynjamismunun í mótorsporti, og þetta er alvöru sannleikssprengja. Þarna er farið ofan í saumana á hlut kvenna í heimi kappakstursíþrótta. Kastljósið beinist að afhjúpunum á óskiljanlegum rimlum sem hafa haldið konum utan við F1 í 40 ár. Tilbúin til að demba ykkur í útkomuna? Hér geturðu halað skýrslunni niður.
Daddarradaaaa, þar með lýkur okkar mánaðarlega hittingi. Við munum uppfræða ykkur um allt það heitasta aftur í næsta mánuði. Njótið þess sem eftir er af sumrinu en ef þið eruð komin á fullt í vinnu aftur, ekki gleyma að slaka stundum á!
Friður, brúður og teknó,
Juraj