
Velkomin aftur, hér er úrval af því sem okkur finnst áhugaverðast í markaðsmálum í augnablikinu!
Heimurinn
1.
Hefurðu heyrt af hinu umdeilda Balenciaga og Harry Potter “meme” æði? Sko, þetta er netæði sem hefur valdið dálitlum usla í tískuheiminum. Lúxustískuhúsið kynnti nýlega handtösku sem ýmsum þótti keimlík skólabók úr Hogwarts galdraskólanum. Aðdáendur galdraheimsins hafa síðan búið til allskonar og bráðfyndin “meme” en Balenciaga tískuhúsinu er ekki skemmt. Spurningin er bara, hvað geta þau gert í því? Finndu svarið í þessari grein í Forbes!
2.
Instagram hefur loks bætt við því sem langflestir notendur hafa beðið um: nú er hægt að setja allt að fimm mismunandi vefslóðir í prófílinn. Þessi nýjung er algjör bylting fyrir efnisskapara og aðra notendur sem vilja auka umferð inn á vefsíður, auglýsa vörur og þjónustu, kynna vörumerki, beina kastljósinu að fyrirtækjunum sínum og fleira.
Þú bætir við fleiri vefslóðum með því að opna Instagramprófílinn þinn, smella á Edit Profile → Links → Add External Link. Þú getur svo auðveldlega breytt röðinni á slóðunum með því að draga og sleppa.
Prófíllinn þinn mun sýna hversu margar vefslóðir þú ert með til viðbótar og þegar smellt er á töluna opnast gluggi sem sýnir hverja vefslóð fyrir sig ásamt fyrirsögn að eigin vali, ef vill.
3.
Samkvæmt heimildum Bloomberg hefur OpenAI kynnt til leiks nýjan fídus sem gerir notandum kleift að hindra að ChatGPT samtölin þeirra verði notuð til að þjálfa upp algríminn. Þannig geta notendur OpenAI slökkt á vistun samskiptasögu í stillingum og þannig geymast ekki samtölin í hliðarglugganum. Þá geta notendur í staðinn beðið um að fá tölvupóst með hlekk til að hala niður afriti af samskiptasögu sinni.
4.
Instagram kynnti nýlega tvær áhugaverðar viðbætur til að vekja betri athygli á efni á veitunni, sem verða tilbúnar á næstu mánuðum.
Sú fyrri kallast “Reminder Ads” eða áminningar um viðburði sem fara fram á Instagram. Notendur geta opnað fyrir áminningar um ákveðna viðburði og fá þá þrjár slíkar: eina daginn fyrir viðburðinn, aðra korteri áður og þá þriðju þegar viðburðurinn hefst. Að auki verður tímasetningin á viðburðinum samkvæmt staðartíma notandans. Hægt verður að setja inn áminningar með allt frá þriggja mánaða til einnar klukkustundar fyrirvara, og verður þetta tilvalið fyrir “live” streymi, sjónvarpsþætti, frumsýningar á myndböndum, íþróttaviðburði og fleira.
Hin viðbótin er spennandi nýjung sem kallast ”Search Ads”, sem birtast notandum eftir því hvaða leitarorð þeir hafa notað. Þessar auglýsingar birtast eftir að notanda smellir á ákveðna pósta í niðurstöðum efnisleitar, en einungis ef þær innihalda svipað efni. Þetta gerir auglýsendum fært að ná til mun afmarkaðri hóps og notenda sem hafa þegar áhuga á því sem verið er að auglýsa.
5.
Við erum alltaf að segja það: markaðssérfræðingur þarf oft að vera nokkurskonar spæjari. Joy Molan of BBH London sýnir fram á líkindi milli morðrannsóknar og auglýsingaherkænsku. Molan setur fram fimm rannsóknarreglur sem auglýsingafrömuðir þurfa að fylgja, sem fengnar eru að láni frá rannsóknarlögreglunni og fleiri aðilum í glæpafræði. Vel skrifað!
Augnakonfekt: Flax + Kale
Það er ekkert auðvelt við að hanna vörumerki, hvað þá að byggja það algjörlega á leturfræði. Spænska hönnunarstofan Vasava kom fram með þessa stórkostlegu lausn fyrir matvælafyrirtækið Flax + Kale, og sýndi hvað gerist þegar kjarkaður viðskiptavinur, með nákvæmar óskir, og hæfileikaríkir hönnuðir vinna vel saman. Þá gerast kraftaverkin.
Trend mánaðarins: Watertok
Ertu að leita nýrra leiða til að svala þorstanum? Þá skaltu kíkja á nýjasta trendið í bragðbættum vatnsuppskriftum, svokölluðu “watertok”. Þetta samfélagsmiðlaæði felst í því að fólk deilir uppskriftum að blöndum þar sem allskonar ávextir, jurtir og krydd eru látin liggja í vatni til að bragðbæta það. Þótt þetta geti í fljótu bragði virst skemmtileg aðferð til að auka vatnsdrykkju hafa sumir sérfræðingar varað við því að þetta trend eigi rætur sínar í megrunarmenningunni sem reyni að gera drykkjarvatn meira spennandi og “Instagramvænna”.
Tala mánaðarins: 675
Það er fjöldi þeirra á topp 1.000 lista auglýsenda sem hættu að auglýsa á Twitter eftir að Elon Musk tók miðilinn yfir. Lestu allt um það hvers vegna stærstu auglýsendurnir verja minna fé í þennan samfélagsmiðil í þessari áhugaverður grein frá CNN.
Út fyrir rammann: Floor 796
Hugsaðu þér ef þú tækir þátt í teikniverkefni sem væri í stöðugri þróun og næði til listafólks um gjörvallan heim. Það er akkúrat það sem Floor796 snýst um. Þetta einstaka verkefni býður skapandi fólki að vinna saman að dáleiðandi teiknihreyfimynd sem heldur stöðugt áfram að vaxa og þróast með tímanum. Bæði atvinnu- eða áhugalistafólk, þeim eru öllum velkomið að taka þátt og leggja sköpun sína inn í þessa ótrúlegu samfélagstilraun. Svo, ertu til í að sleppa sköpunarmættinum lausum og verða hluti af einhverju algjörlega einstöku?
Þá er þessu lokið að sinni. Farðu vel með þig og kíktu aftur við í næsta mánuði!
Friður, brúður og teknó,
Juraj