Fókus #3

Hér er annar pakki sem stækkaði sjáöldrin og kitlaði taugaendana.

Heimurinn

1.

Myndbandsrásir eru nýjasta nýtt á Instagram. Í stuttu máli eru þær tól til að ein manneskja geti náð til fjöldans. Instagram er að daðra við fjölmiðlun. Sjáðu fyrir þér nokkurs konar blogg, eða fréttatilkynningu, sem eru send út á allskonar máta annan en með texta. Nánast eins og Mogginn, en bara Meta.

2.

Önnur nýung sem er í þróun á Instagram er kölluð Memory. Þannig verður hægt að skoða eldri „stories“ í dagatali. Þetta gæti gert endurnýtingu pósta miklu auðveldari og mun líklegra að þú týnir þér í minningum og eyðir alltof löngum tíma í þær.

3.

Gervigreindartólið sem öll voru að tala um nýlega verður bráðlega innbyggt í Snapchat, til að byrja með einungis áskriftarhlutann. Megintilgangur þess verður ekki nákvæmari leitarskilyrði heldur til að skapa einstaklingsmiðaðri afþreyingu.

4. 

Í nýjustu skýrslu Skynova kemur fram greining á könnun sem gerð var á notkun, frammistöðu og þægindum ýmissa markaðstóla fyrir smáfyrirtæki. Niðurstöðurnar eru ekkert sjokkerandi en óhætt er að fullyrða að: Facebook er í fyrsta sæti og Instagram fast á hæla þess sem þeir samfélagsmiðlar sem enn eru sterkastir fyrir smáfyrirtæki til að ná augum og eyrum viðskiptavina sinna.

5.

Samfélagsmiðillinn TikTok ætlar að kynna „takmörkun“ á daglegri notkun barna á forritinu. Miðillinn vill draga úr endalausu skruni og leggja sitt af mörkum til að hlúa að geðheilbrigði notenda. TikTok aðgangar sem skráðir eru á börn undir 18 ára fá að nota forritið að hámarki í 60 mínútur á dag. Þegar þeim tíma er náð þarf lykilorð til að geta framlengt notkunartímann.

Augnakonfekt: The Mid Autumn Festival

Hugmynd sem fangar hið hefðbundna, útfærsla sem sýnir samtímann, framúrstefnuleg form, jarðarlitapalletta. Þessi hönnun frá kínverska stúdíóinu COOOT er töfrandi veisla fyrir augað.

Trend mánaðarins

Við á Hnappnum elskum liti (#0000FF að eilífu!) svo að nýjasta trendið í lífsstíl og tísku á TikTok og Instagram veldur okkur æði sorg og örvæntingu: núverandi drottning litahirðarinnar er DRAPPAÐ. Þrátt fyrir að vera merki um fágun finnst okkur að sjónrænn heimur ársins 2023 ætti að vera fjörlegri. Eða er það bara vonlaus bjartsýni? BuzzFeed hefur skoðað þetta nýja æði með skemmtilegum rýnigleraugum.

Tala mánaðarins: 42 %

Sem stendur fyrir: aukningu þátttöku svokallaðra súperdreifara falsupplýsinga síðan Elon Musk eignaðist Twitter. Til samanburðar lækkaði heildarþátttaka á samfélagsmiðlum hefðbundinnia fjölmiðla um heil 6% á sama tíma. Lestu meira í þessari skýrslu. Þetta er ekki gleðileg lesning. Bara alls ekki.

Út fyrir rammann

Þegar kemur að auglýsingum er sjónrænt sjokk ekki ný hugmynd. En eftir tilkomu internetsins er sterkt, sjokkerandi efni talið tryggja sölu, smelli og þátttöku. VICE beinir athyglinni þennan mánuðinn að þessu truflandi afli sem setur jafnvel fólk úr jafnvægi, og skoðar sögu og þróun sjónrænnu þrumunnar.

Þá er þessu lokið að sinni. Farðu vel með þig og kíktu aftur við í næsta mánuði!

Friður, brúður og teknó,

Juraj

Deildu færslunni:

Aðrar greinar

Fókus #12

Endum árið með stórum vöndli af markaðssetningarfréttum. Frá lendingu Meta Threads á Íslandi, til IKEA að gera grín að Balenciaga og svo yfir í orð ársins. Njótið þess að lesa þetta og ýmislegt fleira hér.

Lesa nánar

Fókus #11

Eins ferskt og nóvembervindurinn, hér eru helstu fréttir og innblásinn fróðleikur sem ég hef rekist á síðustu vikur. Allt frá nýjustu viðbótunum á samfélagsmiðlum til þess hvers vegna besta vefsíðan fjallar um egg, þetta og meira til er í fréttabréfi mánaðarins.

Lesa nánar